„Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. desember 2022 22:45 Hörður Axel Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkurkvenna. vísir/bára Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val. Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“ Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum