Það á að vera gott að eldast á Íslandi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:01 Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun