Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 16:47 Lögregla var með mikinn viðbúnað á Miðvangi umræddan dag. Í bakgrunni má sjá bíl feðganna sem skotið var á. Vísir/Vilhelm Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Það var þann 22. júní í sumar sem umsátursástand skapaðist við Miðvang. Faðir var á leið með sex ára son sinn á leikskóla þegar byssukúlur hæfðu bílinn. Lögregla mætti á svæðið og náði til byssumannsins eftir á fjórðu klukkustund. Byssumaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og var dómur kveðinn upp þann 1. desember. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að karlmaðurinn væri sekur um tilraun til manndráps. Ástand hans væri þó þess eðlis að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar heldur vistunar viðeigandi stofnun. Skaut alls fimm skotum Karlmanninum var gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa skotið tveimur skotum með 22 kalíbera riffli af svölum íbúðar sinnar við Miðvang á bifreið sem lagt var við leikskóla í um 33 metra fjarlægð. Feðgarnir voru í bílnum. Fyrra skotið fór í gegnum afturhlera bílsins og stöðvaðist í baki farþegasætis hægra megin þar sem sex ára drengur stóð. Seinna skotið fór ofarlega í vinstri afturhurð bílsins og stöðvaðist í hurðarfalsinum, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og glerbrotum rigndi yfir föður drengsins. Faðirinn sat í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar. Byssumaðurinn, sem skaut alls fimm skotum, játaði að hafa skotið af riffli sínum bæði í skýrslutöku og eins fyrir dómi. Hann hafnaði því að hafa ætlað að skaða fólk. Hann hefði sætt ofsóknum og verið að verja sig. Í ofsóknunum hafi falist að menn hafi komið að heimili hans og lýst inn í íbúð hans með bílljósum. Þetta hafi jafnvel gerst að næturlagi og var mafían nefnd í því samhengi. Þá sagðist hann hafa séð karlmann í bílnum en ekki barn. Hættulegur sjálfum sér og öðrum Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að byssumaðurinn var í mjög slæmu ástandi andlega umræddan dag. Framburður hjá lögreglu hafi verið svo ruglingslegur að hætt var við að taka skýrslu af honum þann daginn. Matsmaður tók tvö viðtöl við hann þann dag. Samkvæmt matsgerðinni var hann hugsanatruflaður, talaði samhengislaust og var erfitt að fylgja honum eftir. Þá var innsæi hans bágborið og hann gerði sér ekki grein fyrir stöðu sinni né afleiðingum af háttsemi. Var hann metinn með geðrofseinkenni og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Matsmaður sagði hann hafa verið ófæran að stjórna gjörðum sínum þennan dag. Meðferð undir eftirliti yfirlæknis Héraðsdómur segir tilviljun eina hafa ráðið því að skotin höfnuðu ekki í feðgunum í bílnum. Ekki væri hægt að líta fram hjá ástandi byssumannsins umrætt sinn. Hafið væri yfir vafa að hann hafi alls ekki verið fær um að meðhöndla skotvopn og hvað þá skjóta af því með öruggum hætti. Þótti hafið yfir skynsamlegan vafa og sannað að hann hefði gerst sekur um tilraun til manndráps. Ákæruvaldið féll við aðalmeðferð málsins frá kröfu um að byssumaðurinn yrði dæmdur til refsingar. Varakrafan um öryggisvistun stóð. Héraðsdómur taldi nauðsynlegt vegna réttaröryggis að karlmaðurinn sætti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hann þyrfti að gangast undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. „Skal meðferðin vera undir eftirliti yfirlæknis öryggis-og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala að lyfjagjafar, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni,“ segir í dómnum. Faðirinn lýsti kvíðaköstum Krafist var miskabóta upp á fjórar milljónir króna fyrir föðurinn annars vegar og sex ára soninn hins vegar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að samkvæmt áttunda kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns vígi eigi brotaþolar rétt á miskabótum. Faðirinn lýsti fyrir dómi að hann væri í viðtölum hjá sálfræðingi vegna afleiðinga af skotum byssumannsins. Hann fengi kvíðaköst, væri með einbeitingarskort, uppstökkur, hvatvís og hræddur að fara út á meðal fólks. Engin gögn lægju þó fyrir um það. Varðandi soninn þá taldi dómurinn líklegt að hann hefði ekki áttað sig að fullu á þeirri hættu sem skapaðist á vettvangi. Því ætti atburðurinn ekki að hafa alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Var föðurnum dæmdar 1,2 milljónir króna í miskabætur en syni hans hálfa milljón. Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1. desember 2022 14:13 Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. 5. október 2022 21:25 Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Það var þann 22. júní í sumar sem umsátursástand skapaðist við Miðvang. Faðir var á leið með sex ára son sinn á leikskóla þegar byssukúlur hæfðu bílinn. Lögregla mætti á svæðið og náði til byssumannsins eftir á fjórðu klukkustund. Byssumaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og var dómur kveðinn upp þann 1. desember. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að karlmaðurinn væri sekur um tilraun til manndráps. Ástand hans væri þó þess eðlis að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar heldur vistunar viðeigandi stofnun. Skaut alls fimm skotum Karlmanninum var gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa skotið tveimur skotum með 22 kalíbera riffli af svölum íbúðar sinnar við Miðvang á bifreið sem lagt var við leikskóla í um 33 metra fjarlægð. Feðgarnir voru í bílnum. Fyrra skotið fór í gegnum afturhlera bílsins og stöðvaðist í baki farþegasætis hægra megin þar sem sex ára drengur stóð. Seinna skotið fór ofarlega í vinstri afturhurð bílsins og stöðvaðist í hurðarfalsinum, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og glerbrotum rigndi yfir föður drengsins. Faðirinn sat í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar. Byssumaðurinn, sem skaut alls fimm skotum, játaði að hafa skotið af riffli sínum bæði í skýrslutöku og eins fyrir dómi. Hann hafnaði því að hafa ætlað að skaða fólk. Hann hefði sætt ofsóknum og verið að verja sig. Í ofsóknunum hafi falist að menn hafi komið að heimili hans og lýst inn í íbúð hans með bílljósum. Þetta hafi jafnvel gerst að næturlagi og var mafían nefnd í því samhengi. Þá sagðist hann hafa séð karlmann í bílnum en ekki barn. Hættulegur sjálfum sér og öðrum Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að byssumaðurinn var í mjög slæmu ástandi andlega umræddan dag. Framburður hjá lögreglu hafi verið svo ruglingslegur að hætt var við að taka skýrslu af honum þann daginn. Matsmaður tók tvö viðtöl við hann þann dag. Samkvæmt matsgerðinni var hann hugsanatruflaður, talaði samhengislaust og var erfitt að fylgja honum eftir. Þá var innsæi hans bágborið og hann gerði sér ekki grein fyrir stöðu sinni né afleiðingum af háttsemi. Var hann metinn með geðrofseinkenni og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Matsmaður sagði hann hafa verið ófæran að stjórna gjörðum sínum þennan dag. Meðferð undir eftirliti yfirlæknis Héraðsdómur segir tilviljun eina hafa ráðið því að skotin höfnuðu ekki í feðgunum í bílnum. Ekki væri hægt að líta fram hjá ástandi byssumannsins umrætt sinn. Hafið væri yfir vafa að hann hafi alls ekki verið fær um að meðhöndla skotvopn og hvað þá skjóta af því með öruggum hætti. Þótti hafið yfir skynsamlegan vafa og sannað að hann hefði gerst sekur um tilraun til manndráps. Ákæruvaldið féll við aðalmeðferð málsins frá kröfu um að byssumaðurinn yrði dæmdur til refsingar. Varakrafan um öryggisvistun stóð. Héraðsdómur taldi nauðsynlegt vegna réttaröryggis að karlmaðurinn sætti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hann þyrfti að gangast undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. „Skal meðferðin vera undir eftirliti yfirlæknis öryggis-og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala að lyfjagjafar, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni,“ segir í dómnum. Faðirinn lýsti kvíðaköstum Krafist var miskabóta upp á fjórar milljónir króna fyrir föðurinn annars vegar og sex ára soninn hins vegar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að samkvæmt áttunda kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns vígi eigi brotaþolar rétt á miskabótum. Faðirinn lýsti fyrir dómi að hann væri í viðtölum hjá sálfræðingi vegna afleiðinga af skotum byssumannsins. Hann fengi kvíðaköst, væri með einbeitingarskort, uppstökkur, hvatvís og hræddur að fara út á meðal fólks. Engin gögn lægju þó fyrir um það. Varðandi soninn þá taldi dómurinn líklegt að hann hefði ekki áttað sig að fullu á þeirri hættu sem skapaðist á vettvangi. Því ætti atburðurinn ekki að hafa alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Var föðurnum dæmdar 1,2 milljónir króna í miskabætur en syni hans hálfa milljón.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1. desember 2022 14:13 Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. 5. október 2022 21:25 Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1. desember 2022 14:13
Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. 5. október 2022 21:25
Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33