Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 107-78 | KR-ingar fengu skell í Njarðvík Atli Arason skrifar 9. desember 2022 21:54 Subwaydeild karla vetur 2022 körfubolti KKÍ Hulda Margrét Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga stórsigur á KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu leikinn alveg frá upphafi til enda. Nacho Martin gerði fyrstu þrjú stig leiksins fyrir Njarðvík, áður en þeir grænklæddu bættu hægt og rólega í forskot sitt sem varð mest sjö stig áður en KR-ingar vöknuðu til lífsins í stöðunni 13-6. Þá náðu gestirnir fimm stiga áhlaupi til að minnka muninn niður í tvö stig, 13-11, sem var minnsti munurinn á milli liðanna það sem eftir lifði leiks vegna þess að Njarðvík tók þá öll völd á leiknum og vann fyrsta leikhluta örugglega með 13 stigum, 28-15. Logi Gunnarsson reynir þriggja stiga tilraun.Hulda Margrét KR-ingar sýndu mun meiri kraft og baráttuvilja í öðrum fjórðung, sem var þeirra besti af leikhlutunum fjórum. KR tókst mest að fá muninn milli liðana niður í sex stig í öðrum leikhluta en nær komust þeir ekki því Njarðvíkingar svöruðu öllum áhlaupum KR með sínu eigin. Bæði lið skoruðu 30 stig í öðrum fjórðung og því var áfram 13 stiga munur í hálfleik, 58-45. Heimamenn komu af krafti út í síðari hálfleik og settu niður fyrstu átta stig þriðja leikhluta áður en Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, neyddist til að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. Munurinn á milli liðanna sveiflaðist á milli 21 til 25 stiga, þangað til um miðbik leikhlutans þegar níu stiga áhlaup KR minnkaði stigamuninn niður í 16 stig í stöðunni 76-60. Nær komust KR-ingar þó ekki og Njarðvík vann þriðja leikhluta 24-17 sem gerði að verkum að 20 stigum munaði á milli liðanna fyrir lokaleikhlutan, 82-62. EC Matthews skorar tvö af 17 stigum sínum í kvöld.Hulda Margrét Báðum liðum gekk illa að hitta í körfuna framan af í síðasta fjórðungnum en þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður voru flestir leikmenn í byrjunarliðum beggja liða meira og minna búnir að taka sér sæti á varamannabekknum og minni spámenn fengu að spreyta sig. Fór svo að Njarðvíkingar gátu bætt enn þá meira í forskot sitt sem var mest 33 stig í leiknum öllum þegar tæp ein og hálf mínúta lifði leiks, í stöðunni 107-74. Síðustu fjögur stig komu frá gestunum úr Vesturbæ og lokatölur urðu því 107-78. Jordan Semple, leikmaður KR, dripplar boltanum.Hulda Margrét Afhverju vann Njarðvík? Njarðvík hafði betur í öllum helstu tölfræði þáttum leiksins, hvort sem það var skotnýting, fráköst, stolnir boltar eða varin skot. Njarðvík var með yfirhöndina frá fyrsta uppkasti og sigur liðsins var aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Nicolas Richotti var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig.Hulda Margrét Nicolas Richotti var lang stigahæstur með 27 stig ásamt því að taka 2 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Dedrick Basile var einnig frábær með 19 stig, 10 stoðsendingar og 4 fráköst. Í liði KR var Jordan Semple framlagshæstur allra leikmanna á vellinum með 30 framlagspunkta eftir að Semple tók 13 fráköst, skoraði 16 stig og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Næsti deildarleikur Njarðvíkur er gegn Val þann 16. desember á meðan KR spilar við Tindastól degi fyrri. Áður en að því kemur eiga bæði lið bikarleiki. KR mætir Hetti á mánudaginn næsta en Njarðvík fer í heimsókn til Keflavíkur sama dag, báðir leikir eru í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins. „Þeir munu rífa sig í gang“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bjóst fyrir fram við erfiðum leik gegn KR en hann telur að Vesturbæingar eiga meira inni. „Maður hugsaði fyrir leik að þegar það er búið að drulla svona yfir einhver lið þá taka menn sig saman og ætla að sýna eitthvað annað. Þeir voru þar lengi vel en svo held ég að ‘chemistry‘ hjá okkur liði sé aðeins meira og það hafi haft meiri áhrif á leikinn. Ég er bara ánægður með mitt lið burt séð frá KR-ingum. Ég veit að þeir munu rífa sig í gang,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér leið aldrei eins og þetta væri eitthvað auðvelt. Við gerðum margt vel í þessum leik og ég var ánægður með varnarleikinn heilt yfir en ég var mjög ósáttur með varnarleikinn í öðrum leikhluta, þar vorum við að skora en svo fengum auðveld sniðskot á okkur þrem sekúndum seinna. Ánægður samt með sigurinn og stiginn tvö.“ Nicolas Richotti hefur fengið einhverja gagnrýni í vetur fyrir að skora ekki nóg en hann sýndi allar sínar bestu hliðar í dag þegar hann setti 27 stig á töfluna, stigamesti leikur hans í vetur. Benedikt segir Richotti færa Njarðvíkur liðinu margt annað en bara að skora stig. „Nico skilar alltaf helling til liðsins þó hann sé ekki alltaf að skora. Hann er búinn að vera að hitta illa úr þristum en það er bara tímaspursmál hvenær hann fer að setja þetta niður. Í dag var hann að sækja meira á körfuna og skoraði þannig,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Nacho Martin gerði fyrstu þrjú stig leiksins fyrir Njarðvík, áður en þeir grænklæddu bættu hægt og rólega í forskot sitt sem varð mest sjö stig áður en KR-ingar vöknuðu til lífsins í stöðunni 13-6. Þá náðu gestirnir fimm stiga áhlaupi til að minnka muninn niður í tvö stig, 13-11, sem var minnsti munurinn á milli liðanna það sem eftir lifði leiks vegna þess að Njarðvík tók þá öll völd á leiknum og vann fyrsta leikhluta örugglega með 13 stigum, 28-15. Logi Gunnarsson reynir þriggja stiga tilraun.Hulda Margrét KR-ingar sýndu mun meiri kraft og baráttuvilja í öðrum fjórðung, sem var þeirra besti af leikhlutunum fjórum. KR tókst mest að fá muninn milli liðana niður í sex stig í öðrum leikhluta en nær komust þeir ekki því Njarðvíkingar svöruðu öllum áhlaupum KR með sínu eigin. Bæði lið skoruðu 30 stig í öðrum fjórðung og því var áfram 13 stiga munur í hálfleik, 58-45. Heimamenn komu af krafti út í síðari hálfleik og settu niður fyrstu átta stig þriðja leikhluta áður en Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, neyddist til að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. Munurinn á milli liðanna sveiflaðist á milli 21 til 25 stiga, þangað til um miðbik leikhlutans þegar níu stiga áhlaup KR minnkaði stigamuninn niður í 16 stig í stöðunni 76-60. Nær komust KR-ingar þó ekki og Njarðvík vann þriðja leikhluta 24-17 sem gerði að verkum að 20 stigum munaði á milli liðanna fyrir lokaleikhlutan, 82-62. EC Matthews skorar tvö af 17 stigum sínum í kvöld.Hulda Margrét Báðum liðum gekk illa að hitta í körfuna framan af í síðasta fjórðungnum en þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður voru flestir leikmenn í byrjunarliðum beggja liða meira og minna búnir að taka sér sæti á varamannabekknum og minni spámenn fengu að spreyta sig. Fór svo að Njarðvíkingar gátu bætt enn þá meira í forskot sitt sem var mest 33 stig í leiknum öllum þegar tæp ein og hálf mínúta lifði leiks, í stöðunni 107-74. Síðustu fjögur stig komu frá gestunum úr Vesturbæ og lokatölur urðu því 107-78. Jordan Semple, leikmaður KR, dripplar boltanum.Hulda Margrét Afhverju vann Njarðvík? Njarðvík hafði betur í öllum helstu tölfræði þáttum leiksins, hvort sem það var skotnýting, fráköst, stolnir boltar eða varin skot. Njarðvík var með yfirhöndina frá fyrsta uppkasti og sigur liðsins var aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Nicolas Richotti var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig.Hulda Margrét Nicolas Richotti var lang stigahæstur með 27 stig ásamt því að taka 2 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Dedrick Basile var einnig frábær með 19 stig, 10 stoðsendingar og 4 fráköst. Í liði KR var Jordan Semple framlagshæstur allra leikmanna á vellinum með 30 framlagspunkta eftir að Semple tók 13 fráköst, skoraði 16 stig og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Næsti deildarleikur Njarðvíkur er gegn Val þann 16. desember á meðan KR spilar við Tindastól degi fyrri. Áður en að því kemur eiga bæði lið bikarleiki. KR mætir Hetti á mánudaginn næsta en Njarðvík fer í heimsókn til Keflavíkur sama dag, báðir leikir eru í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins. „Þeir munu rífa sig í gang“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bjóst fyrir fram við erfiðum leik gegn KR en hann telur að Vesturbæingar eiga meira inni. „Maður hugsaði fyrir leik að þegar það er búið að drulla svona yfir einhver lið þá taka menn sig saman og ætla að sýna eitthvað annað. Þeir voru þar lengi vel en svo held ég að ‘chemistry‘ hjá okkur liði sé aðeins meira og það hafi haft meiri áhrif á leikinn. Ég er bara ánægður með mitt lið burt séð frá KR-ingum. Ég veit að þeir munu rífa sig í gang,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér leið aldrei eins og þetta væri eitthvað auðvelt. Við gerðum margt vel í þessum leik og ég var ánægður með varnarleikinn heilt yfir en ég var mjög ósáttur með varnarleikinn í öðrum leikhluta, þar vorum við að skora en svo fengum auðveld sniðskot á okkur þrem sekúndum seinna. Ánægður samt með sigurinn og stiginn tvö.“ Nicolas Richotti hefur fengið einhverja gagnrýni í vetur fyrir að skora ekki nóg en hann sýndi allar sínar bestu hliðar í dag þegar hann setti 27 stig á töfluna, stigamesti leikur hans í vetur. Benedikt segir Richotti færa Njarðvíkur liðinu margt annað en bara að skora stig. „Nico skilar alltaf helling til liðsins þó hann sé ekki alltaf að skora. Hann er búinn að vera að hitta illa úr þristum en það er bara tímaspursmál hvenær hann fer að setja þetta niður. Í dag var hann að sækja meira á körfuna og skoraði þannig,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira