Opnar sig um þunglyndi: „Mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 09:00 Kahn vill losa um skömmina sem fylgir þunglyndi og opna umræðuna. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München og fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann hefur glímt við um hríð. Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar. Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira
Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar.
Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira