Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. desember 2022 20:30 Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir stýrði ÍR í dag. ÍR Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni. Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni.
Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00