Fimmfaldur Íslandsmeistari ráðinn inn á skrifstofu ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 15:01 Einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu Skagamanna er farinn að vinna á skrifstofu ÍSÍ. Vísir/Hulda Margrét Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ráðið í tvær stöður á skrifstofu sambandsins en það er ný staða rekstrarstjóra og staða sérfræðings í kynningarmálum á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins. ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins.
ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira