Skólameistari Hallormsstaðaskóla segir snjallsíma heilsuspillandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2022 15:05 Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað, sem hefur áhyggjur af mikilli notkun snjallsíma í þjóðfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að fara inn í nýjan heim, sem er kannski ekki góður og hollur fyrir okkur“, segir skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað á Héraði, og vísar þar í notkun á samfélagsmiðlum, sem hún segir heilsuspillandi. Símar eru bannaðir í hádegismat í skólanum en leyfðir að öðru leyti. Hallormsstaðaskóli býður upp á þverfræðilegt 60 eininga nám í sjálfbærni og sköpun sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019 en þema skólaársins 2022-2023 er efnisþekking og handverk. 15 nemendur er í skólanum í dag, en auk þess er fjöldi nemenda sem sækir fjölbreytt námskeið skólans. Snjallsímar eru leyfðir í skólanum en notkun þeirra er þó bönnuð í hádegismatnum. Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað hefur áhyggjur af notkun samfélagsmiðla, það snúist meira og minna allt um þessa miðla hvort sem það er í skólanum hennar, í öðrum skólum eða bara í þjóðfélaginu öllu. „Við erum held ég fara inn í einhvern nýjan heim, sem er kannski ekki hollur og góður fyrir okkur. Og ég tel að það sé rétt, sem sérfræðingar eru að segja að það er stutt í að það verði sett takmörkun á því hvað við komumst mikið inn á samfélagsmiðla og annað. Þetta er heilsuspillandi. Við þurfum meiri samveru saman og við þurfum að vinna meira með höndunum því sú iðja veitir ákveðna vellíðan og betri heilsu,” segir Bryndís. Upp á vegg í skólanum er þessi gamli sveitarsími, sem tákn um gamla tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir ekkert mikilvægari en góð heilsa. „En það sem skortir er núna félagslegi þátturinn í heilsu. Einmanaleiki er að verða eitt stærsta vandamál heilbrigðiskerfisins í dag. Við erum ótrúlega einmana þó við eigum fjölda vina eða fylgjenda á samfélagsmiðlum. Og þessu þurfum við að bregðast við því þetta er líka stór hluti af því að vera heilbrigður og hafa góða heilsu og líða vel,” bætir Bryndís við. Heimasíða skólans Múlaþing Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hallormsstaðaskóli býður upp á þverfræðilegt 60 eininga nám í sjálfbærni og sköpun sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019 en þema skólaársins 2022-2023 er efnisþekking og handverk. 15 nemendur er í skólanum í dag, en auk þess er fjöldi nemenda sem sækir fjölbreytt námskeið skólans. Snjallsímar eru leyfðir í skólanum en notkun þeirra er þó bönnuð í hádegismatnum. Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað hefur áhyggjur af notkun samfélagsmiðla, það snúist meira og minna allt um þessa miðla hvort sem það er í skólanum hennar, í öðrum skólum eða bara í þjóðfélaginu öllu. „Við erum held ég fara inn í einhvern nýjan heim, sem er kannski ekki hollur og góður fyrir okkur. Og ég tel að það sé rétt, sem sérfræðingar eru að segja að það er stutt í að það verði sett takmörkun á því hvað við komumst mikið inn á samfélagsmiðla og annað. Þetta er heilsuspillandi. Við þurfum meiri samveru saman og við þurfum að vinna meira með höndunum því sú iðja veitir ákveðna vellíðan og betri heilsu,” segir Bryndís. Upp á vegg í skólanum er þessi gamli sveitarsími, sem tákn um gamla tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir ekkert mikilvægari en góð heilsa. „En það sem skortir er núna félagslegi þátturinn í heilsu. Einmanaleiki er að verða eitt stærsta vandamál heilbrigðiskerfisins í dag. Við erum ótrúlega einmana þó við eigum fjölda vina eða fylgjenda á samfélagsmiðlum. Og þessu þurfum við að bregðast við því þetta er líka stór hluti af því að vera heilbrigður og hafa góða heilsu og líða vel,” bætir Bryndís við. Heimasíða skólans
Múlaþing Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira