Mannúð í anda jólanna Inga Sæland skrifar 19. desember 2022 10:31 Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun