Viðar í Hetti: Fólki hrífst með og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 14:02 Hattarmaðurinn Timothy Guers keyrir á körfuna í leik á móti Haukum í Subway deildinni í vetur. Vísir/Bára Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti frá Egilsstöðum stigu sögulegt skref á dögunum með því að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta. Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar. VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar.
VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira