Úkraínuforseti færir Bandaríkjaforseta áritaðan fána hermanna á vígstöðvunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2022 19:20 Hermenn í Bakhmut afhentu forseta sínum áritaðan úkraínskan fána sem hann sagðist ætla að taka með sér til Bandaríkjanna. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Zelenskyy heiðrari hermenn á víglínunni í Bakhmut í gær og sagði þá verja alla Úkraínu fyrir dauða og eyðileggingu sem Rússar skildu alls staðar eftir sig. Í dag eru 300 dagar liðnir frá því Rússar hófu ólöglega innrás sína í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Hrikaleg eyðilegging, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, pyntingar á föngum og ólöglegt brottnám á börnum sem fullorðnum til Rússlands er hinn ömurlegi minnisvarði sem her Putins Rússlandsforseta hefur reist rússnesku þjóðinni. Zelenskyy sæmdi hermenn í Bakhmut orðum og sagði þá ekki einungis vera að verja borgina heldur alla Úkraínu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti birtist óvænt á vígstöðvunum í Bakhmut á Donbas svæðinu í gær þar sem bardagarnir hafa verið hvað harðastir undanfarnar vikur. Hann stappaði stálinu í hermenn sína og sæmdi þá heiðursmerkjum. Heyra mátti sprengjugnýinn þar sem hann ávarpaði hermennina. „Við færum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar þakkir. Ef hægt er heiðrum við minningu allra fallinna hetja með stuttri þögn,“ sagði Zelenskyy í hópi hermanna. Forsetinn hét því að Úkraínumenn muni endurheimta öll hernumin landsvæði. „Það sem ég vil segja við ykkur hér í Donbas er að þið eruð að verja alla Úkraínu. Ef þeir ná Donbas munu þeir endurtaka leikinn í öllum borgum landsins vegna þess að þeir samþiggja ekkert úkraínskt. Ég er hundrað prósent viss um það. Þessa vegna hvíla varnir allrar Úkraínu á herðum ykkar, ekki bara Donbas," sagði forsetinn. Forseti Úkraínu (fyrir miðri mynd) situr fyrir á mynd með hópi hermanna í fremstu víglínu í borginni Bakhmut á Donbas svæðinu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Zelenskyy sagði hermönnum í Bakhmut að það væri heiður að vera á meðal þeirra. Barátta þeirri hleypti kjarki og baráttuanda í alla þjóðina. „Þetta er ekki bara Bakhmut, borgin er táknrænt virki. Við viljum ekki að rússneski fáninn blakti á rústum virkja okkar. Þannig að ég færi ykkur þakkir. Verið sterk og verjið þetta virki,“ sagði forsetinn undri þrumum stórskotaliðsárása í næsta nágrenni. Það er eins og hermennirnir hafi vitað að Zelenskyy væri á leið til Bandaríkjanna. Því áður en hann fór frá þeim afhentu þeir forsetanum áritaðan fána með áskorun til Bandaríkjamanna um frekari hernaðarstuðning. „Óvinurinn er að auka herafla sinn en þjóð okkar er hugrakkari og þarf á öflugri vopnum að halda. Við munum koma þessum skilaboðum áfram til Bandaríkjaþings, til forseta Bandaríkjanna. Við erum þakklát fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en hann dugar ekki til. Hann er aðeins áfangi en dugar ekki til,“sagði Zelenskyy eftir að hafa tekið við fánanum. Joe Biden fundar með Zelenskyy í Hvíta húsinu í kvöld og hefur lofað áframhaldandi stuðningi við landið.AP/Patrick Semansky Forsetanum verður að ósk sinni því þegar hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld verður 45 milljarða dollara stuðningur við Úkraínu staðfestur og að þeir fái fullkomnustu loftvarnakerfi sem völ er á í heiminum. Að loknum fundi með Biden sem hefst um klukkan sjö að íslenskum tíma á hann fundi með ýmsum hernaðarsérfræðingum, fundar með fréttamönnum og þingmönnum og ávarpar sameinaðar deildir Bandaríkjaþings. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28 ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Í dag eru 300 dagar liðnir frá því Rússar hófu ólöglega innrás sína í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Hrikaleg eyðilegging, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, pyntingar á föngum og ólöglegt brottnám á börnum sem fullorðnum til Rússlands er hinn ömurlegi minnisvarði sem her Putins Rússlandsforseta hefur reist rússnesku þjóðinni. Zelenskyy sæmdi hermenn í Bakhmut orðum og sagði þá ekki einungis vera að verja borgina heldur alla Úkraínu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti birtist óvænt á vígstöðvunum í Bakhmut á Donbas svæðinu í gær þar sem bardagarnir hafa verið hvað harðastir undanfarnar vikur. Hann stappaði stálinu í hermenn sína og sæmdi þá heiðursmerkjum. Heyra mátti sprengjugnýinn þar sem hann ávarpaði hermennina. „Við færum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar þakkir. Ef hægt er heiðrum við minningu allra fallinna hetja með stuttri þögn,“ sagði Zelenskyy í hópi hermanna. Forsetinn hét því að Úkraínumenn muni endurheimta öll hernumin landsvæði. „Það sem ég vil segja við ykkur hér í Donbas er að þið eruð að verja alla Úkraínu. Ef þeir ná Donbas munu þeir endurtaka leikinn í öllum borgum landsins vegna þess að þeir samþiggja ekkert úkraínskt. Ég er hundrað prósent viss um það. Þessa vegna hvíla varnir allrar Úkraínu á herðum ykkar, ekki bara Donbas," sagði forsetinn. Forseti Úkraínu (fyrir miðri mynd) situr fyrir á mynd með hópi hermanna í fremstu víglínu í borginni Bakhmut á Donbas svæðinu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Zelenskyy sagði hermönnum í Bakhmut að það væri heiður að vera á meðal þeirra. Barátta þeirri hleypti kjarki og baráttuanda í alla þjóðina. „Þetta er ekki bara Bakhmut, borgin er táknrænt virki. Við viljum ekki að rússneski fáninn blakti á rústum virkja okkar. Þannig að ég færi ykkur þakkir. Verið sterk og verjið þetta virki,“ sagði forsetinn undri þrumum stórskotaliðsárása í næsta nágrenni. Það er eins og hermennirnir hafi vitað að Zelenskyy væri á leið til Bandaríkjanna. Því áður en hann fór frá þeim afhentu þeir forsetanum áritaðan fána með áskorun til Bandaríkjamanna um frekari hernaðarstuðning. „Óvinurinn er að auka herafla sinn en þjóð okkar er hugrakkari og þarf á öflugri vopnum að halda. Við munum koma þessum skilaboðum áfram til Bandaríkjaþings, til forseta Bandaríkjanna. Við erum þakklát fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en hann dugar ekki til. Hann er aðeins áfangi en dugar ekki til,“sagði Zelenskyy eftir að hafa tekið við fánanum. Joe Biden fundar með Zelenskyy í Hvíta húsinu í kvöld og hefur lofað áframhaldandi stuðningi við landið.AP/Patrick Semansky Forsetanum verður að ósk sinni því þegar hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld verður 45 milljarða dollara stuðningur við Úkraínu staðfestur og að þeir fái fullkomnustu loftvarnakerfi sem völ er á í heiminum. Að loknum fundi með Biden sem hefst um klukkan sjö að íslenskum tíma á hann fundi með ýmsum hernaðarsérfræðingum, fundar með fréttamönnum og þingmönnum og ávarpar sameinaðar deildir Bandaríkjaþings.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28 ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28
ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49
Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44