Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 15:00 Kalvin Phillips hefur ekki beint átt draumabyrjun eftir að hann gekk í raðir Manchester City. Alex Pantling - The FA/The FA via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar. Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira