Gefur í skyn að HM-stjörnurnar hvíli allar þegar enski boltinn fer aftur af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2022 08:00 Antonio Conte gæti gefið öllum þeim leikmönnum sem fóru á HM frí þegar Tottenham mætir Brentford í dag. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla alla þá leikmenn sem tóku þátt á heimsmeistaramótinu í Katar þegar liðið mætir Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM síðar í dag. Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira