Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2022 07:47 Yfirvöld í Úkraínu segja hluta sprenginganna mega rekja til þess að loftvarnakerfi landsins séu að hitta eldflaugar Rússa. AP/Evan Vucci Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. Sprengingar hafa heyrst víðar en í höfuðborginni, meðal annars í Odessa og Zhytomyr, en þær eru ekki endilega til marks um að flugskeytin hafi náð skotmarki sínu heldur getur einnig verið um að ræða hávaða frá loftvarnakerfum Úkraínumanna. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að brot úr flugskeyti hafi lent á byggingu í Kænugarði. Borgarstjórinn Vitali Klitschko hefur biðlað til fólks um að búa sig undir rafmagnsleysi með því að hlaða síma og annan rafeindabúnað og birgja sig upp af vatni. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem búsettur er í Kænugarði, segist hafa heyrt átta til tíu sprengingar í morgun. „Flauturnar fóru af stað kl. 6 en þær fara bara einu sinni af stað á meðan á árás stendur og svo er fólk beðið um að vera í skjóli þangað til hættan er liðin hjá,“ segir hann. Óskar segir að samkvæmt fréttum í Úkraínu hafi loftvarnakerfin náð að skjóta niður flestar flaugarnar. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að drónar hafi verið sendir á loft í átt að höfuðborginni, frá Belarús. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Sprengingar hafa heyrst víðar en í höfuðborginni, meðal annars í Odessa og Zhytomyr, en þær eru ekki endilega til marks um að flugskeytin hafi náð skotmarki sínu heldur getur einnig verið um að ræða hávaða frá loftvarnakerfum Úkraínumanna. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að brot úr flugskeyti hafi lent á byggingu í Kænugarði. Borgarstjórinn Vitali Klitschko hefur biðlað til fólks um að búa sig undir rafmagnsleysi með því að hlaða síma og annan rafeindabúnað og birgja sig upp af vatni. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem búsettur er í Kænugarði, segist hafa heyrt átta til tíu sprengingar í morgun. „Flauturnar fóru af stað kl. 6 en þær fara bara einu sinni af stað á meðan á árás stendur og svo er fólk beðið um að vera í skjóli þangað til hættan er liðin hjá,“ segir hann. Óskar segir að samkvæmt fréttum í Úkraínu hafi loftvarnakerfin náð að skjóta niður flestar flaugarnar. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að drónar hafi verið sendir á loft í átt að höfuðborginni, frá Belarús.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira