Haraldur hlaut mjög sterka kosningu og greinilegt að hann hefur snert landsmenn með framtaki sínu á árinu. Haraldur hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis.
Rúmlega tuttugu þúsund atkvæði voru greidd í kjörinu í ár. Svo fór að Haraldur Ingi hlaut 5649 atkvæði en næstur á hæla honum var Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, með 3512 atkvæði. Vilhjálmur Ingi óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum.
Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur og efnilegur knattspyrnukappi úr Hveragerði varð í þriðja sæti með 2471 atkvæði. Arnór Ingi sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða.
Haraldur var til viðtals á Bylgjunni þar sem hann tók á móti verðlaununum:
Fyrri verðlaunahafar:
- 2009 Edda Heiðrún Backman
- 2010 Þórður Guðnason
- 2011 Mugison
- 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson
- 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn
- 2014 Tómas Guðbjartsson
- 2015 Þröstur Leó Gunnarsson
- 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu
- 2017 Grímur Grímsson
- 2018 Bára Halldórsdóttir
- 2019 Björgunarsveitarmaðurinn
- 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn
- 2021 Guðmundur Felix Grétarsson