Mætir Messi og Mbappé sem þjálfari í lok janúar en hóf ferilinn í Football Manager Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 09:01 Í möppunni má eflaust finna hvaða lið Still ætlar að þjálfa í FM 23. Philippe Crochet/Getty Images Hinn þrítugi Will Still þjálfar í dag lið Stade de Reims í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þjálfaraferill hans hófst þó ólíkt flestum öðrum. Hann fékk áhuga á þjálfun þegar hann var táningur eftir að hafa spilað tölvuleikinn vinsæla Football Manager. Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira