Mætir Messi og Mbappé sem þjálfari í lok janúar en hóf ferilinn í Football Manager Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 09:01 Í möppunni má eflaust finna hvaða lið Still ætlar að þjálfa í FM 23. Philippe Crochet/Getty Images Hinn þrítugi Will Still þjálfar í dag lið Stade de Reims í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þjálfaraferill hans hófst þó ólíkt flestum öðrum. Hann fékk áhuga á þjálfun þegar hann var táningur eftir að hafa spilað tölvuleikinn vinsæla Football Manager. Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira