Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 12:01 Logi Gunnarsson átti frábæran leik gegn Keflavík. Vísir Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna. Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira