Enginn skorað meira í NBA deildinni í sautján ár: 71 stigs leikur hjá „Spida“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 07:00 Donovan Mitchell (45) fagnar með miðherjanum Jarrett Allen (31) eftir sigurinn í nótt. AP/Ron Schwane Donovan Mitchell fór heldur betur á kostum með Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023 NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023
NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira