Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 15:51 Vopnaður hermaður fyrir utan ríkisfangelsið í Juárez-borg þaðan sem þrjátíu fangar sluppu á nýársdag, þar á meðal alræmdur glæpaforingi. AP/Christian Chavez Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43