Inga Þórsdóttir hlýtur virt alþjóðleg verðlaun á sviði næringarfræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 09:06 Inga Þórsdóttir er einn helsti brautryðjandi rannsókna í næringarfræði á Íslandi og eru verðlaunin mikil viðurkenning fyrir rannsóknir í næringarfræði hér á landi. Kristinn Ingvarsson Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda (e. International Union of Nutritional Sciences) í desember síðastliðnum. Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði. Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði.
Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira