Inga Þórsdóttir hlýtur virt alþjóðleg verðlaun á sviði næringarfræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 09:06 Inga Þórsdóttir er einn helsti brautryðjandi rannsókna í næringarfræði á Íslandi og eru verðlaunin mikil viðurkenning fyrir rannsóknir í næringarfræði hér á landi. Kristinn Ingvarsson Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda (e. International Union of Nutritional Sciences) í desember síðastliðnum. Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði. Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði.
Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira