Kardinálinn George Pell er látinn Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 07:41 Hinn ástralski George Pell var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. EPA Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023 Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023
Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00