Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 12:00 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari telur að of langt sé milli SA og Eflingar til að hægt sé að brúa bilið eins og staðan er núna. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. Efling sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Efling hefur farið fram á sérsamninga, ólíka þeim sem gerðir voru við öll önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í desembermánuði. Efling hefur farið fram á að grunnlaun hækki á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en þar að auki fái allir félagsmenn fimmtán þúsund króna framfærsluuppbót. Þannig hækki laun um fimmtíu og fimm til tæplega áttatíu þúsund krónur. Í könnun sem gerð var meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust voru 80 prósent af þeim rúmlega 3.500 sem tóku þátt hlynntir verkfalli. Samninganefnd Eflingar mun koma saman á næstu dögum og gera má ráð fyrir að hún muni þá móta stefnu sína í komandi aðgerðum og ákveða hvenær tillaga um verkfall verður lögð fyrir félagsfólk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hve margir félagsmenn Eflingar tækju þátt í aðgerðunum en fimmtungur þeirra sem verkfallið tekur til þarf að greiða um það atkvæði og minnst helmingur þeirra að samþykkja verkfall. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist munu verða í sambandi við bæði formenn samninganefnda SA og Eflingu núna í framhaldinu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Og mun meta stöðuna en ég boða ekki til fundar nema að það sé ástæða til þess, að ég telji að samtalið geti þokast áfram með því að hittast. Eins og staðan er núna eru engar vonarglætu sem gefa ástæðu til að kalla til fundar á þessum tímapunkti,“ segir Aðalsteinn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Efling sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Efling hefur farið fram á sérsamninga, ólíka þeim sem gerðir voru við öll önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í desembermánuði. Efling hefur farið fram á að grunnlaun hækki á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en þar að auki fái allir félagsmenn fimmtán þúsund króna framfærsluuppbót. Þannig hækki laun um fimmtíu og fimm til tæplega áttatíu þúsund krónur. Í könnun sem gerð var meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust voru 80 prósent af þeim rúmlega 3.500 sem tóku þátt hlynntir verkfalli. Samninganefnd Eflingar mun koma saman á næstu dögum og gera má ráð fyrir að hún muni þá móta stefnu sína í komandi aðgerðum og ákveða hvenær tillaga um verkfall verður lögð fyrir félagsfólk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hve margir félagsmenn Eflingar tækju þátt í aðgerðunum en fimmtungur þeirra sem verkfallið tekur til þarf að greiða um það atkvæði og minnst helmingur þeirra að samþykkja verkfall. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist munu verða í sambandi við bæði formenn samninganefnda SA og Eflingu núna í framhaldinu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Og mun meta stöðuna en ég boða ekki til fundar nema að það sé ástæða til þess, að ég telji að samtalið geti þokast áfram með því að hittast. Eins og staðan er núna eru engar vonarglætu sem gefa ástæðu til að kalla til fundar á þessum tímapunkti,“ segir Aðalsteinn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08