Umfjöllun, viðtöl og myndir: Höttur - Valur 47-74 | Valur mætir Stjörnunni í úrslitum Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2023 22:37 Hjálmar Stefánsson í baráttunni við tvo leikmenn Hattar. Vísir/Bára Dröfn Valur vann sannfærandi sigur á Hetti í undanúrslitum VÍS-bikarsins 47-74. Höttur átti enginn svör við frábærum varnarleik Vals sem sá til þess að Valsarar mæta Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. Það var mikil stemmning sem kom frá Egilsstöðum og fylgdi Hetti í Laugardalshöllina. Höttur gerði fyrsta stigið í leiknum en Íslandsmeistarar Vals voru ekki að fara á taugum heldur svöruðu með fjórtán stigum í röð. Kristófer Acox gerði 9 stig og tók 8 fráköstVísir/Bára Dröfn Eftir tæplega fimm og hálfa mínútu kom fyrsta karfan frá Hetti í opnum leik. David Guardia Ramos braut þar ísinn. Eftir að Höttur braut ísinn kom betri bragur á liðið. Eftir fyrsta fjórðung var Valur fimm stigum yfir 15-20. Eftir lélega þriggja stiga nýtingu í fyrsta leikhluta fóru Frank Booker og Kári Jónsson að setja niður þriggja stiga skot. En hinu megin byrjaði Obadiah Nelson Trotter annan leikhluta með látum þar sem hann var allt í öllu. Sigmar Hákonarson gerði tvö stig í kvöld Vísir/Bára Dröfn Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik. Valsmenn voru sterkir, héldu manninum alltaf fyrir framan sig og fráköstuðu vel. Höttur gerði aðeins átta körfur úr opnum leik í fyrri hálfleik og skoraði í heildina 24 stig á tuttugu mínútum. Valur var ellefu stigum yfir í hálfleik 24-35. Timothy Guers gerði 0 stig á sautján mínútum í fyrri hálfleik þar sem hann tók sjö skot og misnotaði þau öll. Hann tók sig hins vegar saman í andlitinu í hálfleik og gerði fyrstu körfuna í síðari hálfleik. Callum Lawson var frábær í kvöld Vísir/Bára Dröfn Þriðji leikhluti var tíðindarlítill en þegar leikurinn var að fara að vera spennandi þá komu tveir þristar í röð frá Val og Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, neyddist til að taka leikhlé. Eftir leikhlé Viðars kom þristur frá Kára Jónssyni. Valur var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu 34-48. Það gerðist ekkert óvænt í fjórða leikhluta. Valsmenn héldu sínu striki og gáfu Hetti aldrei tækifæri á að komast inn í leikinn. Valur vann að lokum tuttugu og sjö stiga sigur 47-74. Valsmenn fagna eftir leikVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Sóknarleikur vinnur leiki og vörn vinnur titla segir klisjan og það veit Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar í kvöld og saug alla orku úr Hattarmönnum sem áttu engin svör. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson spilaði afar vel í kvöld. Kári var stigahæstur á vellinum með 20 stig en einnig gaf hann sex stoðsendingar og endaði með 21 framlagsstig. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik komu tveir kaflar hjá Hetti þar sem Hattarmenn gerðu ekki stig í tæplega fimm og hálfa mínútu. Bæði í fyrsta og öðrum leikhluta. Timothy Guers var ósýnilegur í leiknum. Í fyrri hálfleik tók hann sjö skot og klikkaði úr þeim öllum. Þrátt fyrir að hafa gert fyrstu körfuna í seinni hálfleik þá fór hann strax í sitt gamla far og gat ekkert. Hvað gerist næst? Úrslitaleikurinn í VÍS-bikarnum fer fram á laugardaginn þar sem Valur mætir Stjörnunni klukkan 16:15. Kári: Það verður erfitt en skemmtilegt að mæta Stjörnunni á laugardaginn Kári Jónsson var stigahæstur á vellinum í kvöldVísir/Bára Dröfn Kári Jónsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn og hlakkaði til að mæta Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. „Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum virkilega vel á Timothy Guers og Karlovic sem gerðu samanlagt átta stig. Planið okkar gekk upp og hrós á okkar varnarmenn sem voru á þeim,“ sagði Kári Jónsson og hélt áfram að hrósa varnarleik Vals. „Það er okkar leikur að spila góða vörn og við fáum orku og fjör úr því að spila góða vörn og varnarleikurinn var uppskriftin af sigrinum í kvöld.“ Kári var ánægður með hvernig Valur hélt sjó í seinni hálfleik eftir að hafa spilað afar vel í fyrri hálfleik. „Seinni hálfleikur var mjög svipaður og fyrri hálfleikur. Hægt og rólega héldum við sóknarleiknum gangandi en sóknarleikurinn var engin flugeldasýning en við gerðum nóg til að vinna í kvöld.“ Valur mætir Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins og Kári var spenntur fyrir leiknum á laugardaginn. „Það verður spennandi að mæta Stjörnunni á laugardaginn. Við vorum að spila hörkuleik við þá í deildinni og það endar alltaf þannig að maður spilar aftur við sama liðið. Ég er spenntur og Stjarnan mun gefa allt í þennan leik sem verður erfiður og skemmtilegur,“ sagði Kári Jónsson að lokum. VÍS-bikarinn Höttur Valur
Valur vann sannfærandi sigur á Hetti í undanúrslitum VÍS-bikarsins 47-74. Höttur átti enginn svör við frábærum varnarleik Vals sem sá til þess að Valsarar mæta Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. Það var mikil stemmning sem kom frá Egilsstöðum og fylgdi Hetti í Laugardalshöllina. Höttur gerði fyrsta stigið í leiknum en Íslandsmeistarar Vals voru ekki að fara á taugum heldur svöruðu með fjórtán stigum í röð. Kristófer Acox gerði 9 stig og tók 8 fráköstVísir/Bára Dröfn Eftir tæplega fimm og hálfa mínútu kom fyrsta karfan frá Hetti í opnum leik. David Guardia Ramos braut þar ísinn. Eftir að Höttur braut ísinn kom betri bragur á liðið. Eftir fyrsta fjórðung var Valur fimm stigum yfir 15-20. Eftir lélega þriggja stiga nýtingu í fyrsta leikhluta fóru Frank Booker og Kári Jónsson að setja niður þriggja stiga skot. En hinu megin byrjaði Obadiah Nelson Trotter annan leikhluta með látum þar sem hann var allt í öllu. Sigmar Hákonarson gerði tvö stig í kvöld Vísir/Bára Dröfn Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik. Valsmenn voru sterkir, héldu manninum alltaf fyrir framan sig og fráköstuðu vel. Höttur gerði aðeins átta körfur úr opnum leik í fyrri hálfleik og skoraði í heildina 24 stig á tuttugu mínútum. Valur var ellefu stigum yfir í hálfleik 24-35. Timothy Guers gerði 0 stig á sautján mínútum í fyrri hálfleik þar sem hann tók sjö skot og misnotaði þau öll. Hann tók sig hins vegar saman í andlitinu í hálfleik og gerði fyrstu körfuna í síðari hálfleik. Callum Lawson var frábær í kvöld Vísir/Bára Dröfn Þriðji leikhluti var tíðindarlítill en þegar leikurinn var að fara að vera spennandi þá komu tveir þristar í röð frá Val og Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, neyddist til að taka leikhlé. Eftir leikhlé Viðars kom þristur frá Kára Jónssyni. Valur var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu 34-48. Það gerðist ekkert óvænt í fjórða leikhluta. Valsmenn héldu sínu striki og gáfu Hetti aldrei tækifæri á að komast inn í leikinn. Valur vann að lokum tuttugu og sjö stiga sigur 47-74. Valsmenn fagna eftir leikVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Sóknarleikur vinnur leiki og vörn vinnur titla segir klisjan og það veit Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar í kvöld og saug alla orku úr Hattarmönnum sem áttu engin svör. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson spilaði afar vel í kvöld. Kári var stigahæstur á vellinum með 20 stig en einnig gaf hann sex stoðsendingar og endaði með 21 framlagsstig. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik komu tveir kaflar hjá Hetti þar sem Hattarmenn gerðu ekki stig í tæplega fimm og hálfa mínútu. Bæði í fyrsta og öðrum leikhluta. Timothy Guers var ósýnilegur í leiknum. Í fyrri hálfleik tók hann sjö skot og klikkaði úr þeim öllum. Þrátt fyrir að hafa gert fyrstu körfuna í seinni hálfleik þá fór hann strax í sitt gamla far og gat ekkert. Hvað gerist næst? Úrslitaleikurinn í VÍS-bikarnum fer fram á laugardaginn þar sem Valur mætir Stjörnunni klukkan 16:15. Kári: Það verður erfitt en skemmtilegt að mæta Stjörnunni á laugardaginn Kári Jónsson var stigahæstur á vellinum í kvöldVísir/Bára Dröfn Kári Jónsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn og hlakkaði til að mæta Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. „Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum virkilega vel á Timothy Guers og Karlovic sem gerðu samanlagt átta stig. Planið okkar gekk upp og hrós á okkar varnarmenn sem voru á þeim,“ sagði Kári Jónsson og hélt áfram að hrósa varnarleik Vals. „Það er okkar leikur að spila góða vörn og við fáum orku og fjör úr því að spila góða vörn og varnarleikurinn var uppskriftin af sigrinum í kvöld.“ Kári var ánægður með hvernig Valur hélt sjó í seinni hálfleik eftir að hafa spilað afar vel í fyrri hálfleik. „Seinni hálfleikur var mjög svipaður og fyrri hálfleikur. Hægt og rólega héldum við sóknarleiknum gangandi en sóknarleikurinn var engin flugeldasýning en við gerðum nóg til að vinna í kvöld.“ Valur mætir Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins og Kári var spenntur fyrir leiknum á laugardaginn. „Það verður spennandi að mæta Stjörnunni á laugardaginn. Við vorum að spila hörkuleik við þá í deildinni og það endar alltaf þannig að maður spilar aftur við sama liðið. Ég er spenntur og Stjarnan mun gefa allt í þennan leik sem verður erfiður og skemmtilegur,“ sagði Kári Jónsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti