VÍS-bikarinn

Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki drógust gegn botnliði Bónus deildarinnar, Haukum.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Kefla­vík - Tinda­stól 81-70 | Unnu Stólana aftur

Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við vorum aldrei að fara gefast upp“

Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­sería úr seinni bikarslag dagsins

Keflvíkingar lyftu tveimur bikarmeistaratitlum í Laugardalshöllinni í dag. Fyrst var það karlaliðið sem lagði Tindastól í sveiflukenndum leik og svo fylgdi kvennaliðið á eftir og lagði Þór frá Akureyri nokkuð örugglega.

Körfubolti
Fréttamynd

„Héldum bara á­fram að berja á þeim“

Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er.

Körfubolti
Fréttamynd

Hall­dór Garðar: Þetta var fyrir alla Kefl­víkinga

Keflavík vann Tindastól í úrslitum VÍS-bikarsins 79-92. Keflavík lenti mest 14 stigum undir en fagnaði að lokum þrettán stiga sigri. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Lore: „Tilfinningin er frá­bær“

Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið.

Körfubolti