Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal? Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 18:00 Ciaron Brown er grunaður um að hafa viljandi nælt sér í gult spjald í bikarleiknum gegn Arsenal á mánudaginn. Hann er hér í baráttu við Bukayo Saka. Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar. Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira