United búið að ná samkomulagi við Burnley en þurfa enn að bíða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 23:15 Wout Weghorst vill fara til United en fyrst þarf Besiktas að samþykkja að rifta lánssamningi við Burnley. Vísir/Getty Það verður sífellt líklegra að Hollendingurinn Wout Weghorst gangi til liðs við Manchester United. Samkomulag er í höfn á milli United og Burnley en Besiktas mun eiga síðasta orðið. Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira