Potter: Að stýra Chelsea er erfiðasta starfið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 17:31 Graham Potter og félagar í Chelsea áttu erfiða vikur í byrjun nýs árs. Getty/Marc Atkins Graham Potter hefur ekki byrjað vel sem knattspyrnustjóri Chelsea en fyrstu vikurnar eftir HM í Katar hafa verið einstaklega erfiðar. Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira