„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 11:03 Birgir ræddi við The Street meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Vísir/Vilhelm „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira