Ein besta körfuboltakonan með myndagátu á Twitter sem margir reyna að ráða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 15:01 Breanna Stewart lyfti hér heimsbikarnum með liðsfélögum sínum í október en hún er fyrirliði bandaríska körfuboltalandsliðsins. Getty/Matt King Bandaríska körfuboltakonan Breanna Stewart stríddi aðeins aðdáendum sínum með því að setja inn mjög sérstaka færslu á Twitter. Hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og eitt stærsta nafnið í kvennakörfuboltaheiminum. Stewart spilar með Seattle Storm liðinu og hefur fjórum sinnum verið valin í úrvalslið WNBA-deildarinnar á fyrstu sex tímabilum hennar í deildinni þar á meðal á þeim þremur síðustu. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Hún var einnig valin ein af 25 bestu körfuboltakonum WNBA sögunnar árið 2021 en hún hafði verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar 2018 og var valin besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin sem hún varð WNBA-meistari með Seattle. Margir urðu því mjög forvitnir þegar hún ákvað að senda aðdáendum sínum duld skilaboð á samfélagsmiðlum. Stewart setti nefnilega inn alls kyns tákn í einni röð án þess að útskýra það neitt. Þessa myndagátu má sjá hér fyrir neðan. Nú er bara að sjá hvort einhverjir af lesendum Vísis geti ráðið í þetta hjá henni. — Breanna Stewart (@breannastewart) January 16, 2023 Stewart hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og þrisvar orðið heimsmeistari. Á síðustu leiktíð hennar í WNBA-deildinni var hún með 21,8 stig, 7,6 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur skorað yfir tuttugu stig að meðaltali á öllum WNBA-ferlinum. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Stewart spilar með Seattle Storm liðinu og hefur fjórum sinnum verið valin í úrvalslið WNBA-deildarinnar á fyrstu sex tímabilum hennar í deildinni þar á meðal á þeim þremur síðustu. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Hún var einnig valin ein af 25 bestu körfuboltakonum WNBA sögunnar árið 2021 en hún hafði verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar 2018 og var valin besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin sem hún varð WNBA-meistari með Seattle. Margir urðu því mjög forvitnir þegar hún ákvað að senda aðdáendum sínum duld skilaboð á samfélagsmiðlum. Stewart setti nefnilega inn alls kyns tákn í einni röð án þess að útskýra það neitt. Þessa myndagátu má sjá hér fyrir neðan. Nú er bara að sjá hvort einhverjir af lesendum Vísis geti ráðið í þetta hjá henni. — Breanna Stewart (@breannastewart) January 16, 2023 Stewart hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og þrisvar orðið heimsmeistari. Á síðustu leiktíð hennar í WNBA-deildinni var hún með 21,8 stig, 7,6 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur skorað yfir tuttugu stig að meðaltali á öllum WNBA-ferlinum.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira