„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 19:41 Lögreglan flutti Denaro með herflugvél í fangelsi á vesturströnd Ítalíu þar sem hann dvelur nú. Carabinieri/Getty Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira