Þakkar stuðningsmönnum fyrir að reyna að stöðva níðsöngva Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar stuðningsmönnum félagsins fyrir að reyna að útrýma níðsöngvum um samkynhneigða. Naomi Baker/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þakkað stuðningsmönnum félagsins fyrir sinn hlut í að reyna að útrýma niðrandi söngvum um samkynhneigða. Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“ Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira