Flotið vakandi að feigðarósi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Viðbúið er að stríðið leiði til þess að Evrópuríki verði enn háðari Bandaríkjunum en áður í þeim efnum, í það minnsta um fyrirsjáanlega framtíð. Þá er ljóst að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin. Fyrir liggur að Evrópuríki, þá ekki sízt þau sem tilheyra Evrópusambandinu, hafa sofið á verðinum um langt árabil þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Í stað þess að taka þau mál föstum tökum hafa þau ekki sinnt þeim sem skyldi og þess í stað útvistað þeim að mestu leyti til Bandaríkjanna. Raunar er það þó ekki rétt lýsing að ríkin hafi sofið á verðinum. Nærtækara er að segja að þau hafi flotið vakandi að feigðarósi. Hafði ekki burði til þess að bregðast við innrásinni Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þessum hrópandi veruleika á undanförnum mánuðum, jafn óþægilegt og það hefur verið fyrir þá. Nú síðast í desember lýsti til að mynda Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, því yfir að sambandið hefði ekki haft hernaðarlega burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og því orðið að treysta á Bandaríkjamenn. Fram kom í ræðu sem Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, flutti 10. október á fundi með sendiherrum sambandsins að ríki þess hefðu útvistað öryggis- og varnarmálum sínum til Bandaríkjanna og reist efnahagslega velsæld sína á viðskiptum við Rússland og Kína. Áður hafði hann lýst því yfir í byrjun marz að ríkin hefðu fjármagnað hernað Rússa með áralöngum kaupum á rússneskri olíu og gasi. Gætu ekki treysta á ESB í öryggis- og varnarmálum Fögur fyrirheit forystumanna ríkja Evrópusambandsins frá því að innrásin í Úkraínu hófst fyrir tæpu ári síðan, um það að þau myndu nú loksins taka sig taki í öryggis- og varnarmálum og standa við skuldbindingar sínar gagnvart NATO, hafa til þessa litlu skilað. Hins vegar er ljóst að taka mun einhver ár fyrir ríkin að vinna upp vanrækslu liðinna ára og áratuga að því gefnu að gerðir muni í reynd fylgja orðum. Helztu skrefin í þá átt til þessa hafa verið umsóknir Svíþjóðar og Finnlands um aðild að NATO en yfirlýst markmið þeirra með umsóknunum hefur verið að komast með afgerandi hætti undir verndarvæng Bandaríkjanna þar sem þau geti ekki treyst á Evrópusambandið, sem þau tilheyra bæði, þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Með öðrum orðum að útvista öryggis- og varnarmálum sínum til Bandaríkjamanna. Verða væntanlega enn háðari Bandaríkjunum en áður Himinn og haf er enda á milli þess sem Bandaríkin hafa lagt Úkraínumönnum til og Evrópusambandið og ríki þess. Fyrir vikið er ljóst að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin. Það sem ríki sambandsins hafa þó lagt Úkraínumönnum til hefur gengið verulega á vopnabúr þeirra sem mörg voru ekki beysin fyrir. Fyrir vikið er viðbúið að stríðið í Úkraínu muni gera þau enn háðari Bandaríkjunum en áður. Vopnabúr hers Þýzkalands, forysturíkis Evrópusambandsins, er sérstaklega bágborið vegna mikils niðurskurðar á liðnum árum og áratugum. Þetta má lesa um í skýrslum hersins um ástand hans. Fjallað hefur verið um það í þýzkum fjölmiðlum að niðurskurðurinn hafi einkum verið réttlættur með því að engin þörf væri í raun fyrir eiginlegar varnir. Þýzka hernum hafi nánast verið haldið úti til málamynda. Tal um inngöngu í ESB vegna öryggismála stenzt ekki Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála stenzt þannig alls enga skoðun fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis samanber það uppnám sem orkuöryggi sambandsins hefur verið sett í með miklum kaupum á rússnesku gasi og olíu á liðnum árum. Lágmarkskrafan hlýtur að vera sú að það geti fyrst tryggt eigið öryggi. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegnum NATO. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að öryggis- og varnarmál Íslands verða líkt og hingað til bezt tryggð með áframhaldandi aðild að NATO en þó einkum og sér í lagi varnarsamningnum við Bandaríkin enda eina vestræna ríkið sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálft og aðra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Viðbúið er að stríðið leiði til þess að Evrópuríki verði enn háðari Bandaríkjunum en áður í þeim efnum, í það minnsta um fyrirsjáanlega framtíð. Þá er ljóst að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin. Fyrir liggur að Evrópuríki, þá ekki sízt þau sem tilheyra Evrópusambandinu, hafa sofið á verðinum um langt árabil þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Í stað þess að taka þau mál föstum tökum hafa þau ekki sinnt þeim sem skyldi og þess í stað útvistað þeim að mestu leyti til Bandaríkjanna. Raunar er það þó ekki rétt lýsing að ríkin hafi sofið á verðinum. Nærtækara er að segja að þau hafi flotið vakandi að feigðarósi. Hafði ekki burði til þess að bregðast við innrásinni Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þessum hrópandi veruleika á undanförnum mánuðum, jafn óþægilegt og það hefur verið fyrir þá. Nú síðast í desember lýsti til að mynda Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, því yfir að sambandið hefði ekki haft hernaðarlega burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og því orðið að treysta á Bandaríkjamenn. Fram kom í ræðu sem Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, flutti 10. október á fundi með sendiherrum sambandsins að ríki þess hefðu útvistað öryggis- og varnarmálum sínum til Bandaríkjanna og reist efnahagslega velsæld sína á viðskiptum við Rússland og Kína. Áður hafði hann lýst því yfir í byrjun marz að ríkin hefðu fjármagnað hernað Rússa með áralöngum kaupum á rússneskri olíu og gasi. Gætu ekki treysta á ESB í öryggis- og varnarmálum Fögur fyrirheit forystumanna ríkja Evrópusambandsins frá því að innrásin í Úkraínu hófst fyrir tæpu ári síðan, um það að þau myndu nú loksins taka sig taki í öryggis- og varnarmálum og standa við skuldbindingar sínar gagnvart NATO, hafa til þessa litlu skilað. Hins vegar er ljóst að taka mun einhver ár fyrir ríkin að vinna upp vanrækslu liðinna ára og áratuga að því gefnu að gerðir muni í reynd fylgja orðum. Helztu skrefin í þá átt til þessa hafa verið umsóknir Svíþjóðar og Finnlands um aðild að NATO en yfirlýst markmið þeirra með umsóknunum hefur verið að komast með afgerandi hætti undir verndarvæng Bandaríkjanna þar sem þau geti ekki treyst á Evrópusambandið, sem þau tilheyra bæði, þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Með öðrum orðum að útvista öryggis- og varnarmálum sínum til Bandaríkjamanna. Verða væntanlega enn háðari Bandaríkjunum en áður Himinn og haf er enda á milli þess sem Bandaríkin hafa lagt Úkraínumönnum til og Evrópusambandið og ríki þess. Fyrir vikið er ljóst að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin. Það sem ríki sambandsins hafa þó lagt Úkraínumönnum til hefur gengið verulega á vopnabúr þeirra sem mörg voru ekki beysin fyrir. Fyrir vikið er viðbúið að stríðið í Úkraínu muni gera þau enn háðari Bandaríkjunum en áður. Vopnabúr hers Þýzkalands, forysturíkis Evrópusambandsins, er sérstaklega bágborið vegna mikils niðurskurðar á liðnum árum og áratugum. Þetta má lesa um í skýrslum hersins um ástand hans. Fjallað hefur verið um það í þýzkum fjölmiðlum að niðurskurðurinn hafi einkum verið réttlættur með því að engin þörf væri í raun fyrir eiginlegar varnir. Þýzka hernum hafi nánast verið haldið úti til málamynda. Tal um inngöngu í ESB vegna öryggismála stenzt ekki Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála stenzt þannig alls enga skoðun fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis samanber það uppnám sem orkuöryggi sambandsins hefur verið sett í með miklum kaupum á rússnesku gasi og olíu á liðnum árum. Lágmarkskrafan hlýtur að vera sú að það geti fyrst tryggt eigið öryggi. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegnum NATO. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að öryggis- og varnarmál Íslands verða líkt og hingað til bezt tryggð með áframhaldandi aðild að NATO en þó einkum og sér í lagi varnarsamningnum við Bandaríkin enda eina vestræna ríkið sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálft og aðra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar