Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2023 19:21 Kona gengur framhjá sprengjugíg í bænum Hlevakha í Kænugarðshéraði í dag. AP/Roman Hrytsyna Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. Á sama tíma og þúsundir rússneskra hermanna stráfalla í suður- og austurhluta Úkraínu án nokkurs teljandi árangurs í landvinningastríði Putins Rússlandsforseta, halda Rússar áfram eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði landsins. Árásirnar voru einstaklega margar í morgun þegar Rússar skutu 50 eldflaugum ýmist frá herskipum á Svarta hafi eða herþotum, meðal annars á höfuðborgina Kænugarð. Úkraínumenn segjast hafa grandað 47 þessara flauga og 24 íranska dróna. Auk þess hafi Rússar skotið 97 minni eldflaugum frá fjölodda eldflaugapöllum á landi. Rússar halda áfram loftárásum sínum á íbúðabyggð og innviði í Úkraínu en gengur ekkert í landhernaði.AP/Roman Hrytsyna Talsmaður Úkraínuher segir að Rússa undirbúa nýja stórsókn. „Stofnanir á vegum ríkisins og einkaaðilar þurfa fyrir 29. janúar að leggja fram hjá hermálayfirvöldumskrár yfir einstaklinga til þátttöku í varaliði hersins. Næsta stóra herkvaðningarbylgja mun fara fram í febrúarlok,“ segir Oleksandr Shtupun talsmaður Úkraínuhers. Úkraínumönnum hefur tekist að ná þó nokkrum skriðdrekum af Rússum og nota þá gegn þeim. Þeir fá hins vegar enga varahluti í þá og vestrænu skriðdrekarnir eru líka miklu fullkomnari.AP/Aleksandr Shulman Þetta kemur heim og saman við miklar sameiginlegar heræfingar Rússa og Belarússa í Belarus þessa dagana. Rússar eru einnig sakaðir um að tefja kornútflutning frá Úkraínu. Um eitt hundrað skip hafa beðið í allt að þrjár vikur eftir því að komast í eftirlitsskoðun. Dr. Stepen Flynn sérfræðingur hjá Northeastern háskólanum í Bandaríkjunum segir að nú væru aðeins fimm skip ýmist á útleið með korn eða á leið til hafnar að ná í korn afgreidd á dag. Auðvelt væri að afgreiða tíu skip. „Þeim sem sigla til hafnar á skipi sem hefur fengið heimild samþykkta ber einungis að staðfesta að engin vopn séu um borð í skipinu. Með vopnum erum við að tala um skotfæri í miklu magni. Við erum ekki að leita að nál í heystakki. Þetta er nokkuð sem á að vera einfalt í framkvæmd,“ segir Dr. Flynn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Á sama tíma og þúsundir rússneskra hermanna stráfalla í suður- og austurhluta Úkraínu án nokkurs teljandi árangurs í landvinningastríði Putins Rússlandsforseta, halda Rússar áfram eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði landsins. Árásirnar voru einstaklega margar í morgun þegar Rússar skutu 50 eldflaugum ýmist frá herskipum á Svarta hafi eða herþotum, meðal annars á höfuðborgina Kænugarð. Úkraínumenn segjast hafa grandað 47 þessara flauga og 24 íranska dróna. Auk þess hafi Rússar skotið 97 minni eldflaugum frá fjölodda eldflaugapöllum á landi. Rússar halda áfram loftárásum sínum á íbúðabyggð og innviði í Úkraínu en gengur ekkert í landhernaði.AP/Roman Hrytsyna Talsmaður Úkraínuher segir að Rússa undirbúa nýja stórsókn. „Stofnanir á vegum ríkisins og einkaaðilar þurfa fyrir 29. janúar að leggja fram hjá hermálayfirvöldumskrár yfir einstaklinga til þátttöku í varaliði hersins. Næsta stóra herkvaðningarbylgja mun fara fram í febrúarlok,“ segir Oleksandr Shtupun talsmaður Úkraínuhers. Úkraínumönnum hefur tekist að ná þó nokkrum skriðdrekum af Rússum og nota þá gegn þeim. Þeir fá hins vegar enga varahluti í þá og vestrænu skriðdrekarnir eru líka miklu fullkomnari.AP/Aleksandr Shulman Þetta kemur heim og saman við miklar sameiginlegar heræfingar Rússa og Belarússa í Belarus þessa dagana. Rússar eru einnig sakaðir um að tefja kornútflutning frá Úkraínu. Um eitt hundrað skip hafa beðið í allt að þrjár vikur eftir því að komast í eftirlitsskoðun. Dr. Stepen Flynn sérfræðingur hjá Northeastern háskólanum í Bandaríkjunum segir að nú væru aðeins fimm skip ýmist á útleið með korn eða á leið til hafnar að ná í korn afgreidd á dag. Auðvelt væri að afgreiða tíu skip. „Þeim sem sigla til hafnar á skipi sem hefur fengið heimild samþykkta ber einungis að staðfesta að engin vopn séu um borð í skipinu. Með vopnum erum við að tala um skotfæri í miklu magni. Við erum ekki að leita að nál í heystakki. Þetta er nokkuð sem á að vera einfalt í framkvæmd,“ segir Dr. Flynn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50
Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32
Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39
Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06