Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2023 19:21 Kona gengur framhjá sprengjugíg í bænum Hlevakha í Kænugarðshéraði í dag. AP/Roman Hrytsyna Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. Á sama tíma og þúsundir rússneskra hermanna stráfalla í suður- og austurhluta Úkraínu án nokkurs teljandi árangurs í landvinningastríði Putins Rússlandsforseta, halda Rússar áfram eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði landsins. Árásirnar voru einstaklega margar í morgun þegar Rússar skutu 50 eldflaugum ýmist frá herskipum á Svarta hafi eða herþotum, meðal annars á höfuðborgina Kænugarð. Úkraínumenn segjast hafa grandað 47 þessara flauga og 24 íranska dróna. Auk þess hafi Rússar skotið 97 minni eldflaugum frá fjölodda eldflaugapöllum á landi. Rússar halda áfram loftárásum sínum á íbúðabyggð og innviði í Úkraínu en gengur ekkert í landhernaði.AP/Roman Hrytsyna Talsmaður Úkraínuher segir að Rússa undirbúa nýja stórsókn. „Stofnanir á vegum ríkisins og einkaaðilar þurfa fyrir 29. janúar að leggja fram hjá hermálayfirvöldumskrár yfir einstaklinga til þátttöku í varaliði hersins. Næsta stóra herkvaðningarbylgja mun fara fram í febrúarlok,“ segir Oleksandr Shtupun talsmaður Úkraínuhers. Úkraínumönnum hefur tekist að ná þó nokkrum skriðdrekum af Rússum og nota þá gegn þeim. Þeir fá hins vegar enga varahluti í þá og vestrænu skriðdrekarnir eru líka miklu fullkomnari.AP/Aleksandr Shulman Þetta kemur heim og saman við miklar sameiginlegar heræfingar Rússa og Belarússa í Belarus þessa dagana. Rússar eru einnig sakaðir um að tefja kornútflutning frá Úkraínu. Um eitt hundrað skip hafa beðið í allt að þrjár vikur eftir því að komast í eftirlitsskoðun. Dr. Stepen Flynn sérfræðingur hjá Northeastern háskólanum í Bandaríkjunum segir að nú væru aðeins fimm skip ýmist á útleið með korn eða á leið til hafnar að ná í korn afgreidd á dag. Auðvelt væri að afgreiða tíu skip. „Þeim sem sigla til hafnar á skipi sem hefur fengið heimild samþykkta ber einungis að staðfesta að engin vopn séu um borð í skipinu. Með vopnum erum við að tala um skotfæri í miklu magni. Við erum ekki að leita að nál í heystakki. Þetta er nokkuð sem á að vera einfalt í framkvæmd,“ segir Dr. Flynn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Á sama tíma og þúsundir rússneskra hermanna stráfalla í suður- og austurhluta Úkraínu án nokkurs teljandi árangurs í landvinningastríði Putins Rússlandsforseta, halda Rússar áfram eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði landsins. Árásirnar voru einstaklega margar í morgun þegar Rússar skutu 50 eldflaugum ýmist frá herskipum á Svarta hafi eða herþotum, meðal annars á höfuðborgina Kænugarð. Úkraínumenn segjast hafa grandað 47 þessara flauga og 24 íranska dróna. Auk þess hafi Rússar skotið 97 minni eldflaugum frá fjölodda eldflaugapöllum á landi. Rússar halda áfram loftárásum sínum á íbúðabyggð og innviði í Úkraínu en gengur ekkert í landhernaði.AP/Roman Hrytsyna Talsmaður Úkraínuher segir að Rússa undirbúa nýja stórsókn. „Stofnanir á vegum ríkisins og einkaaðilar þurfa fyrir 29. janúar að leggja fram hjá hermálayfirvöldumskrár yfir einstaklinga til þátttöku í varaliði hersins. Næsta stóra herkvaðningarbylgja mun fara fram í febrúarlok,“ segir Oleksandr Shtupun talsmaður Úkraínuhers. Úkraínumönnum hefur tekist að ná þó nokkrum skriðdrekum af Rússum og nota þá gegn þeim. Þeir fá hins vegar enga varahluti í þá og vestrænu skriðdrekarnir eru líka miklu fullkomnari.AP/Aleksandr Shulman Þetta kemur heim og saman við miklar sameiginlegar heræfingar Rússa og Belarússa í Belarus þessa dagana. Rússar eru einnig sakaðir um að tefja kornútflutning frá Úkraínu. Um eitt hundrað skip hafa beðið í allt að þrjár vikur eftir því að komast í eftirlitsskoðun. Dr. Stepen Flynn sérfræðingur hjá Northeastern háskólanum í Bandaríkjunum segir að nú væru aðeins fimm skip ýmist á útleið með korn eða á leið til hafnar að ná í korn afgreidd á dag. Auðvelt væri að afgreiða tíu skip. „Þeim sem sigla til hafnar á skipi sem hefur fengið heimild samþykkta ber einungis að staðfesta að engin vopn séu um borð í skipinu. Með vopnum erum við að tala um skotfæri í miklu magni. Við erum ekki að leita að nál í heystakki. Þetta er nokkuð sem á að vera einfalt í framkvæmd,“ segir Dr. Flynn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50
Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32
Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39
Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06