„Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og væri sá besti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2023 07:01 Pep Guardiola og Mikel Arteta mætast með sínum liðum í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola fór fögrum orðum um Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarþjálfara sinn, í viðtali við BBC í gær. Þeir verða andstæðingar þegar Manchester City og Arsenal mætast í enska bikarnum í kvöld. Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“ Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira