Snorri Barón um Söru: Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttur með liðsfélögum sínum í Miami þeim Katelin van Zyl og Victoria Campos. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir keppti á dögunum á sínu fyrsta stórmóti eftir vonbrigðin á síðasta tímabili og náði meðal annars sjötta sæti í einstaklingskeppninni á Wodapaloza mótinu í Miami. Sara var ekkert að hlífa sér þessa helgi því hún keppti alla fjóra dagana, fyrst tvo daga af einstaklingskeppni og svo tvo daga af liðakeppni. Stóru fréttirnar voru líklegast þær að Sara kláraði helgina án þess að meiðast og hún er núna búin að bjóða skrokknum sínum aftur upp á alvöru próf. Eftir meiðslin og vandræðin í fyrra var mikilvægt fyrir Söru að komast heil í gegnum svona átök. Það má líka heyra á Snorra Baróni Jónssyni, umboðsmanni Söru, sem gerði upp mótið hjá sinni konu. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Fyrir Söru að komast í gegnum keppni verkjalaus með bros á vör skiptir mig mestu máli. Sara kláraði sautján greinar á fjórum dögum,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á samfélagsmiðilinn Instagram. „Hún hefur ekki farið í gegnum svo mikið magn af keppnisgreinum síðan árið 2017 og þetta voru heldur engar grínæfingar. Ég hef lært að taka slíku ekki sem sjálfsögðum hlut og þó að ég hafi verið vongóður um að hún myndi komast í gegnum þetta þá var ég alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst,“ skrifaði Snorri. „Sara hefur haldið sér til hlés síðan á lokamóti undankeppni síðustu heimsleika. Hún var í skugganum í sex mánuði. Minna á samfélagsmiðlum og minna í verkefnum með styrktaraðilum. Hún hefur í staðinn lagt mikla vinnu í litlu hlutina til þess að sjá til þess að þegar hún snéri aftur inn á keppnisgólfið þá væri hún bæði tilbúin líkamlega og andlega,“ skrifaði Snorri. Snorri segir frá tveimur mánuðum sem Sara eyddi í Dúbaí með sjúkraþjálfaranum Nik Jordan og hafi á þeim tíma byggt upp trú á líkamann sinn á ný. Hann talar einnig um samvinnu Söru og nýja þjálfarans Perrin Behr. „Sama hvað nýtt tímabil mun bjóða upp á þá geti ég lýst því yfir að Sara er ánægður og að henni líður vel. Það er svolítið síðan að ég gat fullyrt slíkt og mér hlýnar um hjartarætur að geta gert það núna. Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður,“ skrifaði Snorri á ensku eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Sara var ekkert að hlífa sér þessa helgi því hún keppti alla fjóra dagana, fyrst tvo daga af einstaklingskeppni og svo tvo daga af liðakeppni. Stóru fréttirnar voru líklegast þær að Sara kláraði helgina án þess að meiðast og hún er núna búin að bjóða skrokknum sínum aftur upp á alvöru próf. Eftir meiðslin og vandræðin í fyrra var mikilvægt fyrir Söru að komast heil í gegnum svona átök. Það má líka heyra á Snorra Baróni Jónssyni, umboðsmanni Söru, sem gerði upp mótið hjá sinni konu. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Fyrir Söru að komast í gegnum keppni verkjalaus með bros á vör skiptir mig mestu máli. Sara kláraði sautján greinar á fjórum dögum,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á samfélagsmiðilinn Instagram. „Hún hefur ekki farið í gegnum svo mikið magn af keppnisgreinum síðan árið 2017 og þetta voru heldur engar grínæfingar. Ég hef lært að taka slíku ekki sem sjálfsögðum hlut og þó að ég hafi verið vongóður um að hún myndi komast í gegnum þetta þá var ég alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst,“ skrifaði Snorri. „Sara hefur haldið sér til hlés síðan á lokamóti undankeppni síðustu heimsleika. Hún var í skugganum í sex mánuði. Minna á samfélagsmiðlum og minna í verkefnum með styrktaraðilum. Hún hefur í staðinn lagt mikla vinnu í litlu hlutina til þess að sjá til þess að þegar hún snéri aftur inn á keppnisgólfið þá væri hún bæði tilbúin líkamlega og andlega,“ skrifaði Snorri. Snorri segir frá tveimur mánuðum sem Sara eyddi í Dúbaí með sjúkraþjálfaranum Nik Jordan og hafi á þeim tíma byggt upp trú á líkamann sinn á ný. Hann talar einnig um samvinnu Söru og nýja þjálfarans Perrin Behr. „Sama hvað nýtt tímabil mun bjóða upp á þá geti ég lýst því yfir að Sara er ánægður og að henni líður vel. Það er svolítið síðan að ég gat fullyrt slíkt og mér hlýnar um hjartarætur að geta gert það núna. Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður,“ skrifaði Snorri á ensku eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira