Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 16:31 Myndin sem Ragnar tók út um gluggann. Hann segir að enginn hafi slasast er bíllinn fór út af veginum. RAX Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.
Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00