Vilja stofnan nýjan gjaldmiðil fyrir S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. febrúar 2023 15:01 Alberto Fernandez, forseti Argentínu (t.h.) og Lula Da Silva, forseti Brasilíu á toppfundi leiðtoga ríkja rómönsku Ameríku og Karíbahafsins, sem haldinn var í Buenos Aires undir lok síðasta mánaðar. Getty Images Forsetar tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu, hafa lýst yfir vilja sínum til að stofna til sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna. Síðar meir, segja þeir, geti önnur ríki álfunnar slegist í hópinn. Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum. Argentína Brasilía Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum.
Argentína Brasilía Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira