Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:10 Eftirskjálfti sem mældist 7,5 að stærð reið yfir fyrir hádegi í dag. Eyðileggingin er víða mikil í Tyrklandi. EPA Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og var 7,8 á stærð. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka eftir því sem frekari upplýsingar berast. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við þau héruð sem verst urðu úti í Sýrlandi, þar sem þau eru á valdi uppreisnarmanna eftir áralangt borgarastríð. Mörg þúsund eru slasaðir og hundruð manns eru sögð föst undir rústum bygginga. Að sögn talsmanns tyrkneskra yfirvalda eru að minnsta kosti sex þúsund særðir eftir skjálftann. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er búsettur í suðausturhluta Tyrklands. Hann var staddur í Istanbul þar sem hann átti að spila fótboltaleik í dag með liði sínu Adana Demispor. Kærasta Birkis, Sophie Gordon, var á heimili þeirra í Adana þegar jarðskjálftinn reið yfir en borgin er ein af þeim sem verst fóru út úr skjálftanum. „Það er svolítið panik i gangi hérna. Ég var nú bara sofandi í nótt klukkan fjögur þegar kærasta mín hringdi og sagði mér frá þvi að það væri svakalegt ástand í Adana. Hún hreinlega gat ekki staðið í lappirnar, það var svo mikill skjálfti. Þetta er búið að vera erfiður tími núna í morgun.“ Frá björgunaraðgerðum í Diyarbakir.EPA Freista þess að komast til Adana Birkir og hinir leikmenn liðsins urðu sjálfir ekki varir við skjálftann. Þeir eru núna á leið upp á flugvöll og ætla að freista þess að komast aftur til Adana. Hann viti ekki til þess að neinn úr liðinu hafi misst einhvern nákominn. „Nei, held að allir hafi sloppið þannig séð, það er bara meiri hræðsla innan hópsins, það eru öllum sagt að fara út úr húsum og byggingum þannig að fólk er bara úti á götum og veit hreinlega ekki hvað næsta skref er,“ sagði Birkir Bjarnason. Ekki fengið tilkynningar Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa fengið tilkynningar um Íslendinga á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hann segir íslenska sérfræðinga á sviði samhæfingar við leit og rústabjörgun á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. „Þeir eru í startholunum að fara á vettvang ef þess gerist þörf og íslenskt stjórnvöld myndu þá standa straum af kostnaði við það. Við höfum líka átt í samtali við Rauða krossinn varðandi að sendifulltrúar á vegum hans fari á vettvang sé þess óskað,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Hann biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér. Tyrkland er eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Sautján þúsund manns létust árið 1999 þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir þar í landi. Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og var 7,8 á stærð. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka eftir því sem frekari upplýsingar berast. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við þau héruð sem verst urðu úti í Sýrlandi, þar sem þau eru á valdi uppreisnarmanna eftir áralangt borgarastríð. Mörg þúsund eru slasaðir og hundruð manns eru sögð föst undir rústum bygginga. Að sögn talsmanns tyrkneskra yfirvalda eru að minnsta kosti sex þúsund særðir eftir skjálftann. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er búsettur í suðausturhluta Tyrklands. Hann var staddur í Istanbul þar sem hann átti að spila fótboltaleik í dag með liði sínu Adana Demispor. Kærasta Birkis, Sophie Gordon, var á heimili þeirra í Adana þegar jarðskjálftinn reið yfir en borgin er ein af þeim sem verst fóru út úr skjálftanum. „Það er svolítið panik i gangi hérna. Ég var nú bara sofandi í nótt klukkan fjögur þegar kærasta mín hringdi og sagði mér frá þvi að það væri svakalegt ástand í Adana. Hún hreinlega gat ekki staðið í lappirnar, það var svo mikill skjálfti. Þetta er búið að vera erfiður tími núna í morgun.“ Frá björgunaraðgerðum í Diyarbakir.EPA Freista þess að komast til Adana Birkir og hinir leikmenn liðsins urðu sjálfir ekki varir við skjálftann. Þeir eru núna á leið upp á flugvöll og ætla að freista þess að komast aftur til Adana. Hann viti ekki til þess að neinn úr liðinu hafi misst einhvern nákominn. „Nei, held að allir hafi sloppið þannig séð, það er bara meiri hræðsla innan hópsins, það eru öllum sagt að fara út úr húsum og byggingum þannig að fólk er bara úti á götum og veit hreinlega ekki hvað næsta skref er,“ sagði Birkir Bjarnason. Ekki fengið tilkynningar Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa fengið tilkynningar um Íslendinga á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hann segir íslenska sérfræðinga á sviði samhæfingar við leit og rústabjörgun á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. „Þeir eru í startholunum að fara á vettvang ef þess gerist þörf og íslenskt stjórnvöld myndu þá standa straum af kostnaði við það. Við höfum líka átt í samtali við Rauða krossinn varðandi að sendifulltrúar á vegum hans fari á vettvang sé þess óskað,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Hann biðlar til Íslendinga í Tyrklandi að láta aðstandendur vita af sér. Tyrkland er eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Sautján þúsund manns létust árið 1999 þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir þar í landi.
Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6. febrúar 2023 11:16
„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22
Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð. 6. febrúar 2023 06:40