Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 07:31 Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar