Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 12:46 Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn sem heldur til Tyrklands í dag. Landsbjörg Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló. Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló.
Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40