Meðvirkni fjölmiðla Páll Steingrímsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Landsvirkjun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun