Giroud kom AC Milan aftur á beinu brautina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 21:45 Sigurmarkinu fagnað. Emilio Andreoli/Getty Images Eftir fjögur skelfileg töp í röð tókst AC Milan loks að vinna knattspyrnuleik. Franski framherjinn Oliver Giroud sá til þess. AC Milan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Liðið steinlá gegn nágrönnum sínum í Inter í Ofurbikarnum. Í kjölfarið tapaði liðið stórt gegn Lazio og Sassuolo í deildinni áður en Inter vann deildarleik liðanna. Það var því ekki víst við hverju mátti búast þegar Torino heimsótti San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það verður seint talað um einhverja flugeldasýningu en á endanum var eitt mark skorað. Það gerði Oliver Giroud þegar hann afgreiddi fyrirgjöf samlanda síns Theo Hernandez snyrtilega í netið á 62. mínútu leiksins. @acmilan WINS with a lone @_OlivierGiroud_ headed goal #MilanTorino pic.twitter.com/WQbU7is0vA— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 10, 2023 Lokatölur 1-0 og AC Milan komið upp í 3. sæti með 41 stig. Einu meira en Roma, tveimur meira en Lazio og þremur meira en Atalanta. Öll þrjú lið eiga þó leik til góða á AC Milan. Ítalski boltinn Fótbolti
Eftir fjögur skelfileg töp í röð tókst AC Milan loks að vinna knattspyrnuleik. Franski framherjinn Oliver Giroud sá til þess. AC Milan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Liðið steinlá gegn nágrönnum sínum í Inter í Ofurbikarnum. Í kjölfarið tapaði liðið stórt gegn Lazio og Sassuolo í deildinni áður en Inter vann deildarleik liðanna. Það var því ekki víst við hverju mátti búast þegar Torino heimsótti San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það verður seint talað um einhverja flugeldasýningu en á endanum var eitt mark skorað. Það gerði Oliver Giroud þegar hann afgreiddi fyrirgjöf samlanda síns Theo Hernandez snyrtilega í netið á 62. mínútu leiksins. @acmilan WINS with a lone @_OlivierGiroud_ headed goal #MilanTorino pic.twitter.com/WQbU7is0vA— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 10, 2023 Lokatölur 1-0 og AC Milan komið upp í 3. sæti með 41 stig. Einu meira en Roma, tveimur meira en Lazio og þremur meira en Atalanta. Öll þrjú lið eiga þó leik til góða á AC Milan.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti