Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 10:39 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem gjarnan hefur verið kenndur við Subway. Icelandair Hotels Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert. Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert.
Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira