Ég sé skýrar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:00 Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar