„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2023 23:31 Styrmir Snær Þrastarson hefur átt frábært tímabil með uppeldisfélagi sínu eftir að hann snéri aftur frá Bandaríkjunum. Vísir / Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Fleiri fréttir Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Sjá meira
„Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Fleiri fréttir Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Sjá meira