Hafa örfáa daga til að ná samningum Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 20:03 Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum á föstudag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari sagði sig frá kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í gær eftir að Landsréttir úrskurðaði að hann ætti ekki skilyrðislausan rét tá að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Í dag skipaði vinnumarkaðsráðherra síðan Ástráð Haraldsson héraðsdómara í stöðu sáttasemjara í deilunni. Hann hefði reynslu af vinnudeilum. Ráðherra tekur undir með öðrum um að mikilvægt sé að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar. „Ég bind vonir við að það megi takast og biðla til aðilanna, bæði SA og Eflingar að gera sitt allra, allra ítrasta til þess að svo megi vera,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hann leggi nýjum ríkissáttasemjara ekki til neitt veganesti til að mynda um að miðlunartilagan verði lögð til hliðar. „Ég treysti honum bæði til að koma sér hratt og vel inn í málið til að geta miðlað málum og tel mikilvægt að hann hafi það rými sem hann þarf til þess.“ Það skipti miklu máli að deiluaðilar fái frið enda miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir samfélagið og það verkafólk sem um ræði. Ekki hafi verið rætt í ríkisstjórn að grípa inn í deiluna með öðrum hætti. „Ég er búinn að leggja mitt púkk í það núna með því að verða við ósk Aðalsteins Leifssonar að það komi ný manneskja þarna inn. Ég bind miklar vonir við að það megi verða til þess að við sjáum þessa deilu leysast sem allra, allra fyrst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Skylda beggja að setjast niður og tala saman Á hádegi á morgun hefst verkfall á átta hótelum til viðbótar við þau sjö þar sem verkfall hófst í síðustu viku, og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Búist er að hratt muni ganga á eldsneytisbirgðir og ljóst að umfangsmeiri verkföll muni hafa mun meiri áhrif á ferðaþjónustuna og daglegt líf fólks en yfirstandandi verkföll. Framkvæmdastjóri SA segir það skyldu aðila deilunnar að setjast niður og ræða málin. „Að sjálfsögðu er það skylda beggja aðila. En til þess að aðilar geti samið verður Efling að byrja á því að mæta til fundar þegar þegar ríkissáttasemjari boðar fundi í deilunni. Við sjáum að ríkissáttasemjari var að ganga frá kjarasamningi við sjómenn til 10 ára ásamt SFS. Þannig að það virðast allir geta samið nema Efling,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Arnar Stjórnvöld verði að grípa inn í Staðan í samfélaginu verði skelfileg um eða eftir komandi helgi þegar allt muni lamast. „Við erum að tala um einn, tvo, þrjá daga. Það er það sem við höfum til stefnu í þessari deilu. Hér verður allt komið í óleysanlegan hnút í samfélaginu og við getum ekki gert ráð fyrir að samfélagið muni einfaldlega ganga sinn vanagang strax í næstu viku. Þannig að það er ljóst að Efling þarf að mæta á fundi hjá ríkissáttasemjara en ekki bara lýsa því yfir að það sé mikill samningsvilji á þeim bænum.“ Hins vegar verði stjórnvöld að grípa inn í ef ekki náist samningar og eins muni SA íhuga að beita sínum vopnum eins og verkbanni. „Ég tel að það sé of snemmt að úttala sig um það á þessari stundu. En allir ábyrgðir aðilar sem meta stöðuna frá degi til dags hljóta að sjá að við getum ekki látið þessa stöðu raungerast marga daga í röð,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Samninganefnd Eflingar mætir á morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ánægð með að Ástráður Haraldsson hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara í deilunni. Boðað hefur verið til fundar hjá sáttasemjara í fyrramálið, sem hún segir samninganefnd Eflingar að sjálfsögðu ætla að mæta á. Hvað varðar þann stutta tíma sem til stefnu er áður en áhrif verkfallanna fara að bíta verulega á samfélagið, segir Sólveig Anna ljóst að áhrifin geti orðið mikil. „Efling hefur auðvitað, í gegnum allt sem hér hefur átt sér stað, haft mjög einbeittan og eindreginn samningsvilja. Hann er sannarlega enn til staðar. Auðvitað er það svo að þegar félagsfólk Eflingar leggur niður störf, vegna þess að þau eru sannarlega ómissandi í samfélaginu, þá hefur það mjög mikil áhrif, mjög hratt,“ sagði Sólveig Anna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er jafnframt formaður undanþágunefndar.Vísir/Arnar „Við viljum vinna hratt og örugglega, það höfum við viljað allan tímann. Við mætum og erum tilbúin til þess að setjast niður í fullri alvöru, til þess að gera kjarasamning fyrir Eflingu, sem hentar Eflingarfólki.“ Hún segist ekki telja að stjórnvöld muni setja lög á verkfallsaðgerðirnar. „Ég bara get ekki trúað því að stjórnvöld myndu leggjast svo lágt að setja lög á verkföll verka- og láglaunafólks.“ Þá segir hún hátt í 200 undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfallsaðgerðanna, sem hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna er formaður undanþágunefndar Eflingar. „Við verðum hér langt fram á kvöld og um leið og við höfum lokið störfum, þá sendum við frá okkur tilkynningu þar sem farið verður yfir niðurstöður fundarins,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Ríkissáttasemjari sagði sig frá kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í gær eftir að Landsréttir úrskurðaði að hann ætti ekki skilyrðislausan rét tá að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Í dag skipaði vinnumarkaðsráðherra síðan Ástráð Haraldsson héraðsdómara í stöðu sáttasemjara í deilunni. Hann hefði reynslu af vinnudeilum. Ráðherra tekur undir með öðrum um að mikilvægt sé að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar. „Ég bind vonir við að það megi takast og biðla til aðilanna, bæði SA og Eflingar að gera sitt allra, allra ítrasta til þess að svo megi vera,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hann leggi nýjum ríkissáttasemjara ekki til neitt veganesti til að mynda um að miðlunartilagan verði lögð til hliðar. „Ég treysti honum bæði til að koma sér hratt og vel inn í málið til að geta miðlað málum og tel mikilvægt að hann hafi það rými sem hann þarf til þess.“ Það skipti miklu máli að deiluaðilar fái frið enda miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir samfélagið og það verkafólk sem um ræði. Ekki hafi verið rætt í ríkisstjórn að grípa inn í deiluna með öðrum hætti. „Ég er búinn að leggja mitt púkk í það núna með því að verða við ósk Aðalsteins Leifssonar að það komi ný manneskja þarna inn. Ég bind miklar vonir við að það megi verða til þess að við sjáum þessa deilu leysast sem allra, allra fyrst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Skylda beggja að setjast niður og tala saman Á hádegi á morgun hefst verkfall á átta hótelum til viðbótar við þau sjö þar sem verkfall hófst í síðustu viku, og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Búist er að hratt muni ganga á eldsneytisbirgðir og ljóst að umfangsmeiri verkföll muni hafa mun meiri áhrif á ferðaþjónustuna og daglegt líf fólks en yfirstandandi verkföll. Framkvæmdastjóri SA segir það skyldu aðila deilunnar að setjast niður og ræða málin. „Að sjálfsögðu er það skylda beggja aðila. En til þess að aðilar geti samið verður Efling að byrja á því að mæta til fundar þegar þegar ríkissáttasemjari boðar fundi í deilunni. Við sjáum að ríkissáttasemjari var að ganga frá kjarasamningi við sjómenn til 10 ára ásamt SFS. Þannig að það virðast allir geta samið nema Efling,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Arnar Stjórnvöld verði að grípa inn í Staðan í samfélaginu verði skelfileg um eða eftir komandi helgi þegar allt muni lamast. „Við erum að tala um einn, tvo, þrjá daga. Það er það sem við höfum til stefnu í þessari deilu. Hér verður allt komið í óleysanlegan hnút í samfélaginu og við getum ekki gert ráð fyrir að samfélagið muni einfaldlega ganga sinn vanagang strax í næstu viku. Þannig að það er ljóst að Efling þarf að mæta á fundi hjá ríkissáttasemjara en ekki bara lýsa því yfir að það sé mikill samningsvilji á þeim bænum.“ Hins vegar verði stjórnvöld að grípa inn í ef ekki náist samningar og eins muni SA íhuga að beita sínum vopnum eins og verkbanni. „Ég tel að það sé of snemmt að úttala sig um það á þessari stundu. En allir ábyrgðir aðilar sem meta stöðuna frá degi til dags hljóta að sjá að við getum ekki látið þessa stöðu raungerast marga daga í röð,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Samninganefnd Eflingar mætir á morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ánægð með að Ástráður Haraldsson hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara í deilunni. Boðað hefur verið til fundar hjá sáttasemjara í fyrramálið, sem hún segir samninganefnd Eflingar að sjálfsögðu ætla að mæta á. Hvað varðar þann stutta tíma sem til stefnu er áður en áhrif verkfallanna fara að bíta verulega á samfélagið, segir Sólveig Anna ljóst að áhrifin geti orðið mikil. „Efling hefur auðvitað, í gegnum allt sem hér hefur átt sér stað, haft mjög einbeittan og eindreginn samningsvilja. Hann er sannarlega enn til staðar. Auðvitað er það svo að þegar félagsfólk Eflingar leggur niður störf, vegna þess að þau eru sannarlega ómissandi í samfélaginu, þá hefur það mjög mikil áhrif, mjög hratt,“ sagði Sólveig Anna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er jafnframt formaður undanþágunefndar.Vísir/Arnar „Við viljum vinna hratt og örugglega, það höfum við viljað allan tímann. Við mætum og erum tilbúin til þess að setjast niður í fullri alvöru, til þess að gera kjarasamning fyrir Eflingu, sem hentar Eflingarfólki.“ Hún segist ekki telja að stjórnvöld muni setja lög á verkfallsaðgerðirnar. „Ég bara get ekki trúað því að stjórnvöld myndu leggjast svo lágt að setja lög á verkföll verka- og láglaunafólks.“ Þá segir hún hátt í 200 undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfallsaðgerðanna, sem hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna er formaður undanþágunefndar Eflingar. „Við verðum hér langt fram á kvöld og um leið og við höfum lokið störfum, þá sendum við frá okkur tilkynningu þar sem farið verður yfir niðurstöður fundarins,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira