Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Björgvin Páll Gústavsson var afar ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. „Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
„Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira