Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 09:26 Sólveig sagði stöðuna alvarlega og að hún vildi lítið tjá sig um það hvort hún væri bjartsýn. Vísir/Vilhelm Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira