Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 11:13 Eyjólfur Árni mætir til fundarins í morgun. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16